Bullið er svo mikið

Já vissulega er þetta leiðinlegt, en ég er nú sjálfur búsettur í danmörku og í viðskiptum við þetta 3. fyrirtæki, jú jú ég er búinn að vera í smá brasi með þá, en það hefur nú ekkert með þessa kreppu í heiminum að gera, það var löngu áður en það byrjaði..

Ég var að framlengja áskriftinni minni hjá þeim og það var bara bras afþvi að ég var ekki með nein dönsk skilríki, en þar sem ég er búinn að vera í viðskiptum við þá í 3 ár þá slepptu þeir mér í gegn.

Þegar þetta fyrirtæki var stofnað fyrir 3 árum síðan voru fullt af útlendingum sem komust inní það með allskonar skilríki frá öllum löndum og þeir réðu ekkert við þetta, fólk sveik og borgaði ekki og svona og þess vegna komu þessar reglur hjá þeim um að hafa dönsk skilríki til að fá viðskipti... En afþví að við íslendingar í Danmörku eru svo spes, þurfa ekki landvistarleyfi, eða dönsk ökuskírteini til að keyra hérna, lenda þess vegna í því að vera mitt á milli einhversstaðar og eru hálf réttlausir einhvern veginn..

 Þetta hefur ekkert með þessa helv kreppu að gera og held ég hreinlega að Islendingar séu að verða móðursjúkir með þetta allt saman, halda að öllum líki illa við þá.

 Til dæmis hérna í Dk var ég stoppaður af löggunni um daginn afþví að þeir sáu að sá sem að var skráður fyrir bílnum var ekki með ökuskírteini!!, en jú það er auðvitað útaf því að mitt ökuskírteini er ekkert skráð í þeirra databeis..

 Eða hvað á ég að halda að þeir hafi stoppað mig bara afþví að ég var Íslendingur? hehehe


mbl.is Neitað um viðskipti í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega !! Þetta hefur ekkert með þjóðerni okkar að gera. Þetta eru vinnureglur hjá þessu fyrirtæki. Vinnureglur sem ganga út á að það séu eingöngu dönsk skilríki tekin gild. Ekkert flókið við það. Þessi agæti maður gæti farið í viðskiptabanka sinn danska og fengið skilríki þar og eins getur án vandræða sótt um danskst ökuskírteini og þá getur hann verslað við þetta fyrirtæki.

Ég lenti í nákvæmlega því sama hjá sama fyrirtæki fyrir rúmu ári síðan og þá var allt í blóma á Íslandi.

Friðrik Árnason (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 09:21

2 identicon

Þetta er alveg rétt, ég skráði mig hjá 3 áður en þessar reglur komu í gildi og lenti í smá vandræðum þegar ég ætlaði að framlengja áskriftinni minni. Þeir eru samt mjög viljugir til þess að aðstoða mann til þess að finna út úr málunum ef maður er ekki með læti.

Þeir sögðu, eins og þú sagðir í færslunni þinni, að þeir hefðu haft svo rosalega mikil vandræði með að fólk kæmi frá austur Evrópu og skráði sig hjá 3 og tæki svo símana með aftur heim til sín og borguðu náttúrulega aldrei neitt.

Það er samt kannski rétt að Ísland ætti nú líklegast að vera hluti af þeirra "skandinavísku löndum".

Hef samt lent í vandræði með fleyri fyrirtæki í Danmörku sem taka ekki Ísland sem norðurland. Dell vildi t.d. ekki taka á móti Visa kortinu mínu þar sem þeir segjast taka bara á móti visa kortum gefnum út í skandinavískum löndum. Þetta eru allt reglur sem voru settar fyrir þessa "kreppu".

Kannski eitthvað sem okkar sendiherra eða einhver ætti að taka upp hérna í Danmörku, fá Ísland officially skráð sem skandinavískt land :D

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 09:43

3 identicon

Ég verð nú samt að segja að þetta hefur með þjóðerni að gera þrátt fyrir að ég sé vel sammála því að þetta hafi ekki með kreppuna að gera. Ég lenti í því sama (fyrir Kreppu) þegar ég fór í Telia og ætlaði að kaupa mér mobilt bredbånd þar (netkubbur). Mér var tilkynnt að ég mætti því miður ekki gera það nema vera með danska kennitölu AF ÞVÍ ég væri frá Íslandi. Ef ég væri frá Noregi eða Svíþjóð, þá væri þetta víst allt í besta lagi (engin dönsk kennitala þörf). En þetta var auðvitað ekki þessum ákveðna sölumanni að kenna heldur einhver policy innan fyrirtækisins hreinilega. Hann sagði minnsta mál að ég skráði netkubbinn á e-n sem ég þekkti hér í DK sem hefði danska kennitölu, en af því ég væri frá Íslandi að þá því miður bara.

Tinna Ósk (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 09:45

4 identicon

Tinna, þetta hefur samt ekkert sérstaklega að gera með að þú sért frá Íslandi. Bara afþví þú ert ekki frá Svíþjóð eða Noregi. Ef þú værir frá Spáni þá fengiru sama svar.

Samt annað mál að það er asnalegt að þeir taki ekki Ísland sem gilt skandinavískt land, en það er nú annað mál.

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 09:58

5 identicon

Norrænir ríkisborgarar eiga að njóta sama réttar og heimamenn allsstaðar á Norðurlöndunum samkvæmt samningum á milli þessara landa. Ég get ekki ímyndað mér að það standist að gert sé upp á milli norrænna ríkisborgara í Danmörku, jafnvel þó að um sé að ræða þjónustu einkafyrirtækis. Það þarf að láta reyna á þetta.

Bjarki (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 10:15

6 identicon

Ég var reyndar ekki búin að lesa comment 2 þegar ég skrifaði mitt. En það var í raun það sem ég var að undirstrika, að verið er að gera upp á milli skandinavísku landanna. Og þar kemur Spánn ekkert málinu við. Þegar ég spurði afgreiðslumanninn aðeins nánar útí málið sagði hann að það hefði eitthvað með að gera að ég gæti flúið land án þess að borga reikningana mína því ég væri frá Íslandi. Ég gat ekki skilið hví ég gæti ekki alveg eins gert það ef ég kæmi frá Noregi eða Svíþjóð, og þar var afgreiðslumaðurinn sammála mér.

Tinna Ósk (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 10:48

7 Smámynd: Sjóveikur

það er mikið spjallað stundum og oft með "tilfynningum" sem ekki eiga heima í málunum, norrænir ríkisborgarar njóta fullkomlega sama réttar og infæddir á norðurlöndum, það sem er, er að persónunúmerin eru ekki í sama kerfi og því ekki hægt að "tékka" málin, mjög einfalt það er hið einfaldasta mál að redda sér skilríkjum með þess lands persónunúmeri sem krafist er, öll norðurlönind hafa sitt eigið kerfi og er Ísland ekki neitt sér á báti þar, það er reyndar nauðsinlegt að hafa persónunúmer á skilríki með mynd, hvar sem er, td. bókasafninu á póstinum osv. og ef kaupa á eitthvað á raðgreiðslum.

Svo það er undir hverjum og einum komið að græja þessi skilríki, kostar tvær myndir og einhvern smá aur, ökuskýrteini er ekkert mál að fá "svissað" yfir, bara pappír frá löggunni í Reykjavík eða þaðan sem pappírinn er gefin út, tekur ca. eina viku fyrir þá sem eru með "mjölið hreint", og svo eru öll mál leyst, við Íslendingar höfum meiri rétt en skyldur en innfæddir á hinum norðurlöndunum, við þurfum ekki að halda á vopnum fyrir þá, altt annað fáum við með fullkomnum rétti och oftast meira, bara að því að við erum Íslendingar, sem er náttúrulega mjög næs gert.

Við fáum yfirleitt það sem við bjóðum uppá sjálf, það hefur sjaldan verið spáð í einhverja samninga og það er erfið leið að þvinga fram gestrisni, það er mín reynsla.

Besta kveðja, sjóveikur  www.icelandicfury.com

Sjóveikur, 26.11.2008 kl. 10:57

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Af hverju var maður sem var búinn að búa/dvelja í Danmörku í 9 ár ekki kominn með danska kennitölu? Nota bene: Kennitala er ekki það sama og ríkisborgararéttur.

Ég man ekki betur en að foreldrar mínir og tvær systur mínar fengju öll danskar kennitölur, af einhverjum ástæðum, meðan þau dvöldu í Danmörku í 9 mánuði, kannski var það vegna þess að pabbi var ríkisstarfsmaður hjá þeim þennan tíma. Man alla vega að systir mín var voða montin með danska nafnskírteinið sitt. Annars man ég þetta ekki nógu vel.

Hvernig eru annars þessar reglur um kennitölur? Hefur það ekki eitthvað að gera með hvar maður borgar skatt?

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2008 kl. 14:33

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta hefur örugglega fyrst og fremst að gera með samtengt data-base fyrir Noreg-Svíþjóð-Danmörku, sem Ísland er ekki inni í. Þess vegna fá Íslendingar sömu afgreiðslu og aðrir sem standa utan þess. Þessar reglur eru auskiljanlegar út frá skýringunni um fólk sem kemur frá öðrum löndum, á viðskiptin og lætur sig síðan hverfa aftur heim til sín. Myndi kosta mikla rekistefnu og vera mikill tilkostnaður að rekja það fólk í gegnum kennitölur/persónunúmer þeirra í viðkomandi landi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2008 kl. 14:39

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Eru Íslendingar ekki líka uppvísir að því að vera svindlarar (og meira að segja stórsvindlarar) þessa dagana? Skaddað orðspor okkar er þessa dagana ekki til að auka traust okkar í viðskiptum þessa dagana, þó um lítil viðskipti sé að ræða.

En fyrst og fremst er þetta greinilega spurning um að fylgja "policy" fyrirtækisins, við getum ekki ætlast til að okkur séu gerðir greiðar og okkur treyst út á andlitið og þjóðernið, allra síst við núverandi kringumstæður.

Ég held meira að segja að það sé alltof mikið um að við Íslendingar ætlumst til að við fáum einhvers konar sérafgreiðslu hér og þar, af því að við séum svo svakalega sérstök. Vissulega erum við sérstök, en því miður ekki í jákvæðum skilningi í þessu tilfelli, við erum sérstök eins og krakkar sem taka frekjuköst í stórmörkuðum yfir að fá ekki allt sem þau benda á.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2008 kl. 14:44

11 Smámynd: Sjóveikur

þú ert nú á nokkuð sæmilegri línu þarna Gréta mín,  en databasen er ekki samkeyrð á milli neinna af norðurlöndunum í sambandi við kennitölurnar, það er meira tollur och glæpamál sem eru samkeyrð, þetta er skattakerfið í hverju landi fyrir sig sem stjórnar þessu, og við norðulandaborgarar fáum þetta sjálfkrafa um leið og við skráum okkur inn í annað norðurland, við þurfum ekki að sækja um atvinnuleifi, en það tekur alltaf nokkra daga að fá númerið og síðan verður maður að redda teininu sjálfur og allir bankar og pósthús fixa það, svo þetta er "sauðsháttur" eða leti, og ef satt skal segja, þá eru frekar margir Íslendingar hér í Skandinavíu það sem ég myndi kalla fyrir "félagslega flóttamenn" stundum efnahagslegir flóotamenn líka, því er skemst frá að segja að Danir hafa haft fullt að gera í því að senda Íslendinga heim aftur af ólíkum ástæðum,  það er nefnilega dálítið sem er ríkjandi í mörgum "klökum" að "það má alltaf fá annað skip", það hefur skeð því miður, að maður hefur lent í extra skoðun vegna Íslendinga sem hafa "komið við" áður, ég hef meira að segja lent í því útaf Norrmönnum líka, þeir eiga það til að rugla okkur saman ibland, en ég verð ekki almennt var við annað en hina fínustu viðmennsku gagnvart okkur í það stóra, og það er satt, heimtufrekja og stærilæti er eitt af því sem margur "landinn" gerir sig þekktan fyrir, en bræður okkar og systur eru þolinmótt fólk sem betur fer, og ég kann því fólki sem ég hef haft við að gera í þeim löndum er ég er viðloðinn, hina bestu sögu í stórt.

Kveðja, sjóveikur

Sjóveikur, 26.11.2008 kl. 15:52

12 identicon

Greta Björg Úlfsdóttir er hissa á að maðurinn sé ekki með danska kennitölu! Hvað er að fólki? Væri ekki sniðugt að lesa greinina áður en þið bloggið? Þá hefði til dæmis þessi Greta ekki gert sig að kjána, því auðvitað er hann með danska kennitölu (hann bjó í Danmörku í 10 ár sem barn). Svo verða ALLIR sem stunda nám í Danmörku að skrá sig inn í landið (þá fær maður danska kennitölu).

Sigríður (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 16:18

13 identicon

Ég veit sosum ekkert í hvernig námi þessi tiltekni drengur er í hér í DK, en það er alls ekki skylda að skrá sig inn í landið fyrstu 6 mánuðina. Amk ekki í skiptinámi (gæti verið skylda í framhaldsnámi/master?). Þér er heimilt að vera hér í 6 mánuði án þess að fá þér kennitölu. Og þú "átt" að hafa aðgang að flestri þjónustu án CPR. En það er hins vegar bara ekki þannig og því MUN þægilegra að fá sér hana en ekki, þar sem þá kemst maður hjá ótrúlegustu vandræðum sem maður lendir í þrátt fyrir að koma frá Skandinavíu. Það er amk mín reynsla. Og auðvitað til að komast hjá vandræðum hefði drengurinn átt að hafa með sér staðfestingu á að hann sé með CPR. Hann var þó með sjúkrakortið (veit sjálf ekki hvort það eru einu pappírarnir sem maður fær, því ég er sjálf ekki með CPR). Maður hefði haldið að það ætti að duga, en kannski ekki.

Tinna Ósk (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 16:55

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sigríður, ef þú veist þetta svona miklu betur en ég, og maðurinn er löngu kominn með danska kennitölu, af hverju fannst hann þá ekki í gagnabanka fyrirtækisins undir þeirri kennitölu?

Mér finnst það eiginlega dæmigert fyrir þá af löndum mínum sem sá Sjóveiki talar um hér að framan að stimpla samlanda sinn "kjána" og vera snöggur að því, vegna þess að sá landi hafði glæpst  til að álíta að maðurinn hafi ef til vill ekki fengið afgreiðslu vegna þess að honum hafi láðst að skrá sig á réttum stöðum, eða að sækja þau plögg sem nauðsynlegt kann að vera að hafa við höndina einmitt í viðskiptum sem þessum.

Svei mér þá, stundum veit ég ekki hvort ég skammast mín meir fyrir hjá löndum mínum, sauðsháttinn eða dómhörkuna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2008 kl. 17:09

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Svo verð ég samt að viðurkenna að í fyrsta kommentinu hafði ég gleymt að það stóð að hann hefði áður búið í Danmörku í 10 ár og svo komið aftur í nám - að vísu stóð hvergi í fréttinni að hann hafi verið barn þegar hann bjó þar, eins og Sigríður segir, en það er aukaatriði.

Þannig að það sem Tinna Ósk segir er líklegasta skýringin á neituninni, - maðurinn er búinn að vera í Dk í minna en 6 mán. og hefur ekki sótt  um kennitölu (fyrir hvað er skammstöfunin? Civil person - eitthvað, geri ég ráð fyrir?)

Annars virðist dálítið skrítið að vera með danskt sjúkrasamlagsskírteini án þess að hafa danska kennitölu, og líka danskt kreditkort. Þetta er að sjá allt eitthvað mjög loðið og svo að sjá að ekki komi allt fram sem máli skipti í fréttinni. Enda er hún aðeins sögð frá annarri hlið.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2008 kl. 17:21

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

En auðvitað getur það líka verið rétt að manninum hafi einfaldlega verið neitað mum viðskiptin einfaldlega vegna þess að Íslendingar njóti ekki lengur trausts í útlöndum - skyldi nú engan furða! Við gætum eins verið frá Úkraínu eða Senegal - við njótum greinilega ekki meira trausts en þessar þjóðir.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2008 kl. 17:27

17 identicon

Hej Greta

Jeg er onkel til denne unge mand jeg har boet i Dk i 19 og jeg har skiftet statborgerskab for mange år tilbage.

jeg kan ikke får st at du ikke kan eller vil forstå at denne unge mand han har boet i Danmark som barn og han har af den anlednig fået dansk personnummer. Og her i Danmak er der lov som hedder person beskyttelses lov og det giver ikke firmer automatisk lov til at have folk i deres database, du skal give dem lov til det. Efter som du ikke er den skarpeste kniv i skuffen så læs denne artikel igen kære kvinde, jeg som jeg har sagt før blevet dansk statborger med dansk cpr nummer, kørekort, sygesikringbevis har jeg osse rendt ind i disse problemer hos dette firma her i dk selv om jeg har alt som man skal have til at blive kunde hos dem men detsværre har jeg et Islansk navn som er Pétur Jónsson og det lader til at hvis man ikke har et dansk klinkende navn så kan man ikke få lov at være kunde hos dem. Og jeg kan fortælle dig så meget at denne nyhed er så godt skrevet og det er det korekte forløb af sagen og det er ikke den unge mand som er sælger hos firmet han prøved alt til at hjælpe min nevø, men han fik altid svar fra sit hoved kontor om at Islændinge ikke kunne blive kunder i firmet , og min søster hun ville få lov til at snakke med den øverste person i firmet men hun fik det svar at det ville man ikke bruge tid på at forklare det til sådan nogle mensker, der for denne nyhed

Petur (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 17:44

18 identicon

Það kemur fram í greininni að hann er með danskt bankakort (þá er hann með danska kennitölu), svo kemur fram að hann er með danskt sjúkrasamlagsskírteini (þá er hann með danska kennitölu)!

Það kemur líka fram að hann hafi búið í Danmörku áður í 10 ár. þannig þá er alveg pottþétt að hann hefur kennitölu, svo nei hann hefur EKKI þurft að sækja aftur um danska kennitölu.

Það er hvergi tekið fram að hann hafi ekki fundist í gagnabanka fyrirtækisins. Eins og ég skil þetta þá hafi hann bara fengið að vita að fyrirtækið vildi ekki hafa viðskipti við Íslendinga (kannski hafa þeir góða ástæðu).

Fyrir þá sem ekki  hafa hugmynd um hvaða lönd eru í Skandinavíu, þá eru það bara þessi þrjú lönd: Danmörk, Noregur og Svíþjóð.

Ísland er eitt af Norðurlöndunum!

Sigríður (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 18:11

19 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kære Pétur,

Ud fra dit navn vil jeg nok regne med at du oprindelig er fra Island, selv om du vælger at skrive til mig på dansk, du som i den samme sætning kalder mig "kære kvinde" og siger at jeg "nok ikke er den skarpeste kniv i skuffen". Sådan en taldmåde er typisk for den type Islænding som jeg talte om i min comment. Selv om en sådan har boet i flere år i udlandet, vil han altid bevare sit oprindelige intelligensniveau.

De fleste Islændinge jeg kender som har boet længe i udlandet kan nemlig godt tale sit oprindelige sprog, i hvert fald hvis de anstrenger sig bare ganske lidt. Ligesom jeg gjorde nu for at kunne skrive igen til dig på dansk, selv om det er et sprog som jeg bruger meget sjældent, da du åbenbart helt og ganske har glemt det sprog du talte før.

Hvis alt det du siger stemmer så godt, så godt - ja, så er nok forklaringen den sidste jeg kom med - nemlig at danske forretningsfolk ikke stoler en pind på os Islændinge.

Hvis du synes alt hvad der skrives må netsiden mbl.is er godt skevet - ja, så er du ikke særlig kritisk, det vil jeg bare ha´lov til at sige.

Hilsen, Greta Björg.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2008 kl. 18:25

20 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Til dæmis finnst mér það ekkert flott eða fín blaðamennska að lepja upp hverja einustu sögu um Íslendinga sem hafa orðið fyrir meintu aðkasti eða óréttlæti í útlöndum - fólk, þar með talið blaðamenn mbl.is,  virðist einfaldlega ekki vilja gera sér grein fyrir eða viðurkenna að við erum ekki hátt skrifaður pappír í útlöndum þessa dagana, - þessi rosalega sérstaka og mjög svo heiðarlega þjóð.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2008 kl. 18:33

21 identicon

Hej Greta

tak for din komentar.. Dette beviser bare at du ikke den skarpeste kniv i skuffen og det er flere der mener. Jeg kan godt både snakke og skrive islansk men det tager mig bare så lang tid at finde alle de islanske taster på min pc der for på dansk. Jeg er meget i tvivel om du overhoved læst denne artikel, og jeg syntes at det er meget godt at skrive om sådan nogle ting det kan måske rede andre Islændinge fra at stå i samme skuffe som min nevø. Og hvad danskeren ikke gør sig klart det er at de kommer til at miste mange penge på deres julehandel fra alle de Islændinge som kommer til København og lægger alle sine surt tjene penge og bare til din info så vil jeg tro at din islanske iq ligger under genemsnittet efter som jeg har IQ på 120 så vil jeg ikke mene at jeg er dum

Petur (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 18:40

22 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hej Peter

Hvordan tror du egentlig at jeg fik skrevet "ø" i min tekst,  så sløv en kniv jeg er, det vil sige efter din mening?

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2008 kl. 18:51

23 identicon

Hej Greta

jeg syntes du skal lære at skrive folks navn rigtigt inden du skriver jeg hedder ikke Peter men Petur

Petur (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 18:54

24 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kik vengligst lige en gang til på min sidste komment, lille ven.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2008 kl. 19:02

25 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ok, ok, ok, Petur, Petur, Petur,...jeg kikkede ikke godt nok, undskyld...ligesom f ørste gang jeg læst nyheden på mbl.is...det fordi jeg varmer suppe til aftensmad og skal løbe igen og se til den om et  øjeblik....

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2008 kl. 19:05

26 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ja, den var ikke blevet varm...det er rigtignok rigtigt hos Sverrir...det er noget værre vrøvl det her...!!!

Nu skal jeg spise.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2008 kl. 19:08

27 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

"og bare til din info så vil jeg tro at din islanske iq ligger under genemsnittet efter som jeg har IQ på 120 så vil jeg ikke mene at jeg er dum"

En ISLANDSK IQ? O.m.g.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2008 kl. 20:37

28 identicon

Þið eruð Danasleikjur og verðið þó þeir hendi ykkur út á guð og gaddinn, mikið er ég feginn að Þjóverjar hernámu þá og við fengum frelsi frá þessu fólki

ADOLF (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 21:49

29 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Petur,

mig er reyndar farið að gruna, miðað við skrif þín og vinkonu piltsins á þessari síðu, að framkoma og viðmót kaupandans og móður hans hafi ráðið fullt eins miklu um neitunina og þjóðerni þeirra.

Nú verð ég sennilega lamin - á dönsku - kannski líka á íslensku - og kölluð eitthvað miklu ljótara en kjáni í sljórri kantinum.

Ég læt mér það í léttu rúmi liggja, það er í lagi að vera úthúðað á bloggsíðu.

Mikið hefur þú annars gaman af skúffusamlíkingum: - ekki beittasti hnífurinn í skúffunni - greiða öðrum Íslendingum frá því að standa í sömu skúffu og frændi þinn -

Það eru reyndar ekki miklar líkur á að Íslendingar muni streyma í stríðum straumum til Kaupmannahafnar að versla fyrir þessi jól - eða til nokkurra annarra erlendra stórborga - nú hefur dæmið snúist við, - en það er kannski ekki von að þú, sem ert orðinn Dani, vitir nákvæmlega hvað er að gerast hér á Íslandi þessa dagana og vikurnar.

Ég óska þér góðra stunda framvegis í Danaveldi og gleðilegra jóla og áramóta þegar þar að kemur.

*Mikið er annars leiðinlegt að skrifa komment þar sem maður er næstum eini alvöru moggabloggarinn (bara einn fyrir utan mig) og þess vegna engin mynd með kommentum annarra - hálf einmanalegt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sverrir Einis

Höfundur

Sverrir Kristinn Einisson
Sverrir Kristinn Einisson
Þyrluflugmaður í Danmörku
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband