Færsluflokkur: Bloggar

Bullið er svo mikið

Já vissulega er þetta leiðinlegt, en ég er nú sjálfur búsettur í danmörku og í viðskiptum við þetta 3. fyrirtæki, jú jú ég er búinn að vera í smá brasi með þá, en það hefur nú ekkert með þessa kreppu í heiminum að gera, það var löngu áður en það byrjaði..

Ég var að framlengja áskriftinni minni hjá þeim og það var bara bras afþvi að ég var ekki með nein dönsk skilríki, en þar sem ég er búinn að vera í viðskiptum við þá í 3 ár þá slepptu þeir mér í gegn.

Þegar þetta fyrirtæki var stofnað fyrir 3 árum síðan voru fullt af útlendingum sem komust inní það með allskonar skilríki frá öllum löndum og þeir réðu ekkert við þetta, fólk sveik og borgaði ekki og svona og þess vegna komu þessar reglur hjá þeim um að hafa dönsk skilríki til að fá viðskipti... En afþví að við íslendingar í Danmörku eru svo spes, þurfa ekki landvistarleyfi, eða dönsk ökuskírteini til að keyra hérna, lenda þess vegna í því að vera mitt á milli einhversstaðar og eru hálf réttlausir einhvern veginn..

 Þetta hefur ekkert með þessa helv kreppu að gera og held ég hreinlega að Islendingar séu að verða móðursjúkir með þetta allt saman, halda að öllum líki illa við þá.

 Til dæmis hérna í Dk var ég stoppaður af löggunni um daginn afþví að þeir sáu að sá sem að var skráður fyrir bílnum var ekki með ökuskírteini!!, en jú það er auðvitað útaf því að mitt ökuskírteini er ekkert skráð í þeirra databeis..

 Eða hvað á ég að halda að þeir hafi stoppað mig bara afþví að ég var Íslendingur? hehehe


mbl.is Neitað um viðskipti í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Sverrir Einis

Höfundur

Sverrir Kristinn Einisson
Sverrir Kristinn Einisson
Þyrluflugmaður í Danmörku
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband